Hamborgarafabrikkan á Akureyri hættir starfsemi

Hamborgarafabrikkan á Akureyri hættir starfsemi

Hamborgarafabrikkan á Akureyri mun hætta starfsemi á næstu vikum. Boðið verður upp á 30 prósent afslátt af öllu á matseðli þangað til. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook síðu staðarins.

„Um áramótin renna út samningar sem verða þess valdandi að við tókum þessa ákvörðun í september og tilkynntum í framhaldinu öllum okkar starfsmönnum hana,“ segir Jóhann Stefánsson, framkvæmdastjóri staðarins í samtali við Akureyri.net þar sem rætt er nánar við Jóhann.

Í umfjöllun Akureyri.net segir að gert sé ráð fyrir að síðasta tækifærið til þess að fá sér að borða á staðnum verði á Þorláksmessu, 23. desember næstkomandi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó