Hallgrímur í úrvalsliðinu fyrstu þrjár umferðirnar

KA menn sitja á toppi Pepsi deildar karla eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Nýliðarnir eru með 7 stig eftir þrjá leiki og spilamennska liðsins hefur verið frábær.

Húsvíkingurinn Hallgrímur Mar Bergmann hefur farið mikinn í liði KA í byrjun tímabilsins. Fótbolti.net velur úrvalslið Pepsi deildarinnar eftir hverja umferð. Þrír KA menn voru í liðinu eftir 2-0 sigur liðsins gegn Fjölni á Akureyrarvelli. Hallgrímur var einn af þeim og var þetta í þriðja skipti í röð sem hann á sæti í úrvalsliðinu, af þremur skiptum.

Hallgrímur er eini leikmaður Pepsi deildarinnar sem hefur náð þessum áfanga. Srdjan Rajkovic markvörður liðsins og Aleksander Trninic voru einnig í úrvalsliðinu. Þetta var í annað skipti sem Trninic er í liðinu en hann var einnig valinn leikmaður 3.umferðar fyrir frammistöðu sína gegn Fjölni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó