Hallgrímur Jónasson var á skotskónum í gær þegar lið hans, Lyngby, bar sigurorð af ríkjandi meisturum FC Köbenhavn í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Lokatölur urðu 3-1 fyrir Lyngby en Hallgrímur kom þeim í 2-0 á 78.mínútu. Hann lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Lyngby sem situr í 3.sætinu og mætir Midtjylland í lokaumferðinni en liðið sem vinnur þann leik tryggir sér sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.
Myndband af marki Hallgríms má sjá hér fyrir neðan.
Sjá einnig
Hallgrímur Jónasson í nærmynd – Mestu vonbrigðin að fara ekki á EM
UMMÆLI