NTC

Hallgrímur Jónasson í nærmynd – Mestu vonbrigðin að fara ekki á EM

Hallgrímur Jónasson.

Hallgrímur Jónasson.

Húsvíkingurinn Hallgrímur Jónasson er þrítugur varnarmaður sem leikur með danska úrvalsdeildarliðinu Lyngby.

Hallgrímur, eða Haddi eins og hann er jafnan kallaður, hóf ungur að leika með Völsungi á Húsavík og 17 ára gamall gekk hann í raðir Þórs. Haddi lék með Þórsurum í þrjú ár við góðan orðstír áður en hann hélt til Keflavíkur, þaðan sem hann fór svo í atvinnumennsku til Svíþjóðar haustið 2008.

Haddi hefur leikið í Danmörku frá árinu 2011 og leikur nú með Lyngby sem eru nýliðar í úrvalsdeildinni en liðið hefur komið mörgum á óvart og situr í fimmta sæti deildarinnar eftir sextán umferðir.

Haddi hefur spilað 15 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað í þeim þrjú mörk en hann var fastamaður í hópnum í undankeppni HM 2014 og undankeppni EM 2016 þó hann hafi lítið fengið að spila. Hann var hinsvegar ekki valinn í hópinn fyrir lokakeppni EM í Frakklandi síðastliðið sumar.


Nærmynd af Hallgrími Jónassyni

Kaffið fékk Hadda til að svara nokkrum spurningum. Afraksturinn af því má sjá hér fyrir neðan.

Sætasti sigur á ferlinum: Á Íslandi var það bikartitillinn árið 2006 með Keflavík þegar við unnum KR. Enginn einn sem stendur uppúr eftir að ég fór erlendis. En mjög gaman að vinna FCK hérna í Danmörku þar sem þeir eru stærsta liðið.

Mestu vonbrigðin: Að fara ekki með á EM.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Það er ekkert lið sem ég gæti ekki hugsað mér að spila fyrir, ef að það myndi henta búsetu og fjölskylduaðstæðum.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt? Cristiano Ronaldo og Zlatan Ibrahimovic eru líklega þeir bestu sem ég hef mætt.

Uppáhalds erlenda íþróttalið (Allar íþróttir): Arsenal

Uppáhalds íþróttamaður allra tíma: Messi, frábær íþróttamaður og persóna.

Fyrirmynd í æsku: Pabbi minn

Uppáhalds staður í öllum heiminum: Ísland, með vinum og fjölskyldu eða að veiða upp á fjöllum.

Mest pirrandi andstæðingur? Enginn sérstakur

Ertu hjátrúarfullur? Nei það er ég ekki. Hef þá skoðun að það sé „weak minded“ eða andlegur veikleiki að vera hjátrúarfullur.

Ef þú mættir vera atvinnumaður í annari íþrótt, hver væri það? Handbolti

Settu saman lið samansett af bestu leikmönnum sem þú hefur spilað með:
Markmaður : Jesper Hansen ( Dani )
Vörn: Mikel Desler ( Dani ) Rabiu Afolabi ( Nígería ) Ragnar Sigurðsson, Ari Skúlason
Miðja: Wanderson do Carmo ( Brasilíumaður ), Gylfi Sigurðsson Rasmus Falk ( Dani ), Daniel Jensen ( Dani )
Sókn: Rubin Okotie ( Austurríki ), Rasmus Festersen ( Dani )

Sjá einnig

Haukur Heiðar Hauksson í nærmynd – Myndi aldrei spila með Þór

Guðmundur Hólmar í nærmynd – Eyrarland besti staður í heimi

Geir Guðmundsson í nærmynd – Gunni Mall Jr. mest pirrandi

Birkir Bjarnason í nærmynd – Man Utd í uppáhaldi

Aron Einar í nærmynd – Atli og Palli gerðu mig að þeim íþróttamanni sem ég er

Arnór Þór Gunnarsson í nærmynd – Leit upp til Valda Gríms

Árni Þór Sigtryggsson í nærmynd – Dómarar mest pirrandi andstæðingar

Sigtryggur Daði í nærmynd – Líður best í Áshlíð 4

Birkir Heimisson í nærmynd – Zlatan í uppáhaldi

Oddur Gretarsson í nærmynd – Myndi aldrei spila með KA

Arnór Atlason í nærmynd – Ólíklegt að maður endi í Þórsbúningnum

Sambíó

UMMÆLI