Halldór og María eiga von á stúlku

Halldór og María eiga von á stúlku

Akureyringarnir Halldór Kristinn Harðarson og María Kristín Davíðsdóttir eiga von á stúlkubarni. Parið greindi frá kyni barnsins á samfélagsmiðlum í gær.

Þau Halldór og Maríu þarf vart að kynna fyrir Akureyringum en þau hafa verið áberandi í viðskipta- og skemmtanalífi bæjarins undanfarin ár. Þau eiga og reka saman skemmtistaðinn Vamos, Sjallann og Partýland.

Þá er Halldór einnig þekktur tónlistarmaður en hann hefur sent frá sér lög og troðið upp undir listamannanafninu KÁ-AKÁ ásamt því að spila handbolta fyrir Þór. Það er því sannarlega nóg um að vera hjá þessu skemmtilega pari.

„Árið er 2024, Halldór og María eiga von á barni í lok sumars, festu kaup á Hvammshlíð 3 og fluttum við þar inn í vikunni. Við tókum að okkur hana Mayu sem var hundurinn hjá Árna bróðir og fjölskyldu áður en hann festist úti í Portúgal vegna veikinda sinna, maya bjargaði okkur á erfiðustu tímunum undanfarið, hún ætlar að hjálpa okkur að ala upp litla systkinið sitt. Við erum þakklát fyrir það að geta orðið fjölskylda og eiga þak yfir höfuðið,“ skrifaði Halldór á Facebook.

Sambíó

UMMÆLI