NTC

Halldór Helgason vann silfur á X Games

Halldór Helgason vann silfur á X Games

Snjóbrettakappinn Halldór Helgason vann silfur á X Games um helgina. Þetta eru önn­ur verðlaun Hall­dórs á X-Games-leik­un­um sem eru þeir stærstu í snjó­bretta- og skíðaheim­in­um en hann fékk gull­verðlaun í keppni í „Big Air“ árið 2010.

Halldór vann til silfurverðlauna í ár í svokallaðari „Knuckle huck“ keppni. Halldór segir í samtali við fréttastofu RÚV að það hafi ekki verið planið að vinna til verðlauna í ár. Hann segir að hann hafi kunnað að meta það að fá boð á leikana aftur en hann hafi þó einungis ætlað sér að fara til að fíflast og hafa gaman.

„Eins og maður gerði alltaf áður. Ég tók Coach Thunder með mér, sem ég var alltaf með á X Games áður. Til að gera grín að öðrum þjálfurum og hversu alvarleg stemningin er þarna þessa dagana. Það eru tíu ár síðan við vorum þarna saman. Það var því geggjað að fara aftur með honum og aðeins vera að fíflast í þessu liði. Svo endaði þetta með að ganga mun betur en ég hafði nokkurn tímann planað.“

Halldór er hrifinn af „Knuckle huck“ keppninni og segir hana sýna dálítið auðvelda hlið á snjóbretti.

„Þú þarft ekki risa pall. Þú þarft ekki fullt af einhverjum handriðum. Þú þarft bara smá brekku í rauninni, með flata fyrir framan. Þá getur þú gert þetta. Þannig þetta er eitthvað sem allir geta fundið einhvers staðar í rauninni, og lært svona trick. Það sem ég fýla við þetta er hversu relatable þetta fyrir alla. Þessi keppni er alveg mjög vinsæl því hún sýnir loose hlið af snjóbretti. Þetta er eitthvað sem ég hef verið að fíflast með og leika mér að gera í mínum ferli í gegnum ævina,“ segir Halldór í samtali við RÚV.

Nánar er rætt við Halldór um ferilinn, Coach Thunder, íslensku snjóbrettasenuna og föðurhlutverkið á vef RÚV.

Sambíó

UMMÆLI