Hálfs árs fangelsi fyrir að lykla bíla á Akureyri

Hálfs árs fangelsi fyrir að lykla bíla á Akureyri

Héraðsdóm­ur Norður­lands eystra hef­ur dæmt karl­mann sem bú­sett­ur er á Ak­ur­eyri í hálfs árs fang­elsi fyr­ir að hafa valdið skemmd­um á lakki 36 bif­reiða á síðasta ári. Maðurinn notaðist við lykil og rispaði lakk bifreiðanna.

Fjallað er um málið á vef mbl.is þar sem segir að langflest brotin hafi átt sér stað í júlí á síðasta ári, meðal annars yfir stórar ferðahelgar þegar mikið fjölmenni var á Akureyri.

Lang­flest brot­in áttu sér stað í júlí, meðal ann­ars yfir stór­ar ferðahelg­ar þar sem mikið fjöl­menni var á Ak­ur­eyri.

Þetta er ekki fyrsti dóm­ur­inn sem maður­inn hlýt­ur fyr­ir skemmd­ir á bif­reiðum, en í fyrra hlaut hann tvo dóma fyr­ir að skemma þrjár bif­reiðar á sam­bæri­leg­an hátt og í þessu máli, sem og fyr­ir að hafa kastað grjóti og brotið rúður á veit­inga­hús­inu Kaffi lyst í Lystig­arðinum. Þá á hann um­tals­verðan saka­fer­il að baki frá ár­inu 2007, meðal ann­ars fyr­ir þjófnað.

Manninum var einnig gert að greiða tíu manns sam­tals 1,8 millj­ón­ir í bæt­ur. Bóta­kröf­um þriggja bif­reiðaeig­enda var hins veg­ar vísað frá þar sem þær þóttu ekki studd­ar gögn­um.

Nánar er fjallað um málið á mbl.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó