Fjölmargir Íslendingar fengu símtal í dag frá óþekktu, erlendu númeri og mikil umræða hefur skapast um hver þetta gæti verið. Lögreglan hefur nú gefið út tilkynningu vegna þessa þar sem þeir vara fólk við að svara þessu símtali. Fjölmargar ábendingar bárust lögreglunni og telja þeir að um sé að ræða símaóværa, eða svikanúmer. Talið er að þetta sé svindl þar sem reynt er að hafa fé af fólki.
Ein kona segist hafa svarað og fengið að tala við Benjamín prins og hann tjáði henni að hún ætti margar milljónir hjá honum. Það telst afar ólíklegt að svo sé.
Fólk er hvatt til þess að svara ekki þessu númeri, né hringja til baka. Lögreglan tekur það líka fram að það sé gott að hafa varann á og venja sig á það að svara ekki númerum sem manneskjan þekkir ekki.
UMMÆLI