Framsókn

Hafþór Már til Þýskalands í sumarMynd: Empor Rostock

Hafþór Már til Þýskalands í sumar

Handboltamaðurinn og Akureyringurinn Hafþór Már Vignisson mun í sumar ganga til liðs við þýska B-deild­arliðið Empor Rostock. Hafþór sem er uppalinn hjá Þór á Akureyri hefur spilað með Stjörnunni í Olís-deildinni undanfarin ár.

„Ég hlakka til þess að fara til Rostock í sumar og spila með liðinu. Ég tel að handboltinn þar henti mínum leikstíl vel. Ég vonast til þess að aðlagast liðinu sem fyrst,“ segir Hafþór.

Hafþór Már, sem er örv­hent skytta og leik­stjórn­andi, skrifaði und­ir tveggja ára samn­ing við Empor og verður því í Þýskalandi til sum­ars­ins 2024.

Till Wiechers, þjálfari Rostock, er ánægður með að fá Hafþór. „Hafþór var draumaleikmaðurinn okkar í þessa stöðu, hann passar fullkomlega inn í okkar kerfi og sem mann­eskja mun hann aðlag­ast liðinu okk­ar fljótt,“ segir hann á vef félagsins.

Sambíó

UMMÆLI