Hafþór kemur heim í Þór

Hafþór kemur heim í Þór

Hafþór Vignisson hefur undirritað samning við handknattleiksdeild Þórs og mun því spila með liðinuá næsta tímabili. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Handknattleiksdeild Þórs þar sem einnig segir:

Hafþór kemur heim úr atvinnumennskunni en hann hefur leikið með þýska liðinu Empor Rostock og norska liðinu ØIF Arendal en eins og allir þorparar vita þá er erfitt að vera of lengi í burtu. Við bjóðum Hafþór innilega velkominn heim og hlökkum virkilega til næsta veturs.

Þór er uppeldisfélag Hafþórs og Þórsarar því ánægðir að fá sinn mann heim, eins og skýrt kemur fram í tilkynningarmyndbandi á Instagram með undirskriftinni: „Af Þorpinu ertu kominn, í Þorpið munt þú aftur snúa.“ Sjáið myndbandið í spilaranum hér að neðan:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó