NTC

Hafdís tvöfaldur Íslandsmeistari

Hafdís tvöfaldur Íslandsmeistari

Hafdís Sigurðardóttir úr Hjólreiðafélagi Akureyrar sér bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn á Íslandsmótinu í tímatöku sem haldið var í Þorlákshöfn í síðustu viku. Þetta er annað árið í röð sem að Hafdís vinnur báða titlana á mótinu.

Á laugardaginn fór svo fram Íslandsmótið í götuhjólreiðum á Þingvöllum. Þar sigraði Hafdís einnig og varð Íslandsmeistari í götuhjólreiðum annað árið í röð.

Þá kepptu þær Þórdís Rósa Sigurðardóttir og Sesselja Sigurðardóttir í B-flokk kvenna og voru í 2. og 3. sæti.

„Við óskum Hafdísi nýkringdum Íslandsmeistara og bikarmeistara innilega til hamingju og óskum einnig öðrum HFA félagsmönnum til hamingju með flottan árangur um helgina. Stutt er í næstu götuhjólakeppni, en hún fer fram í Kjósinni þann 8. júlí og ættu allir að geta fundið sér eitthvað við hæfi þar,“ segir í tilkynningu á vef Hjólreiðafélags Akureyrar þar sem má lesa nánar um mótin.

Sambíó

UMMÆLI