NTC

Hafdís tilnefnd til Gullhjálmsins

Hafdís tilnefnd til Gullhjálmsins

Hjólreiðakonan Hafdís Sigurðardóttir er tilnefnd til Gullhjálmsins fyrir árið 2024. Hjólavarpið og Hólreiðasamband Íslands standa fyrir kosningu á Gullhjálminum. Frestur til að kjósa rennur út þriðjudaginn 31. desember.

Helsta markmið Gullhjálmsins er að beina sjónum að þeim fjölmörgu sem leggja sitt af mörkum við uppbyggingu hjólreiðasamfélagsins á Íslandi.

Á vef Hjólreiðasambandsins segir um Hafdísi:

Hafdís Sigurðardóttir er tilnefnd til Gullhjálmsins, hún er einstök fyrirmynd og hefur haft mikil jákvæð áhrif á þróun íþróttarinnar. Með dugnaði, fórnfýsi og óbilandi eldmóði hefur hún ekki aðeins náð miklum árangri í eigin ferli sem hjólreiðakona heldur einnig verið óþreytandi í að hvetja og koma öðrum af stað í hjólerí. Hafdís er lifandi sönnun þess að aldrei er of seint að elta draumana sína og hefur með því orðið fyrirmynd fyrir bæði hjólreiðafólk og annað íþróttafólk.

Hún hefur verið drifkrafturinn að baki aukinni og bættri hjólreiðamenningu á Akureyri með stofnun Akureyrardætra, þar sem hún hefur kynnt og eflt hjólreiðar meðal kvenna. Með ástríðu sinni hefur hún sett hjólagleði í hjörtu fjölmargra. Hafdís er ljós í hjólreiðasamfélaginu og er vel að þessari tilnefningu komin.

Hægt er að kjósa hér.
 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó