Síðustu helgi fór fram Íslandsmeistaramótið í tímatöku og götuhjólreiðum í Skagafirði en Hafdís Sigurðardóttir fór með sigur af hólmi í báðum greinum þriðja árið í röð. Hafdís kemur úr Hjólreiðafélagi Akureyrar og keppir í A-flokki kvenna.
Leiðin sem er farin í götuhjólreiðum er 90 km löng og er um 1500 metra hækkun. Farið er frá Sauðárkróki yfir Þverárfjall og aftur til baka, síðan er hjólað frá Sauðárkróki upp á skíðasvæðið á Tindastól. Tímatakan er öllu hefðubundnari en þá eru hjólaðir 21 km á sem skemmstum tíma en fer sú keppni fram á Hólum í Hjaltadal.
Mótin voru haldin af Breiðabliki, Hjólreiðafélaginu Drangey og Akureyrardætrum.
UMMÆLI