Hafdís og Silja í 25. og 27. sæti í tímatökumSkjáskot: RÚV

Hafdís og Silja í 25. og 27. sæti í tímatökum

Hjólreiðakonurnar Hafdís Sigurðardóttir og Silja Rúnarsdóttir úr Hjólreiðafélagi Akureyrar urðu í fyrr í dag í 25. og 27. sæti í tímatökum á Evrópumótinu í hjólreiðum. Hafdís og Silja keppa fyrir Íslands hönd á mótinu.

Hafdís kláraði brautina á 34 mínútum og 58,81 sekúndu en Silja kláraði brautina á 35 mínútum 44,78 sekúndum. Sigurvegarinn, hin svissneska Marlen Reusser, kom í mark á 30 mínútum og 59,90 sekúndum. 29 keppendur luku keppni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó