NTC

Hafdís hjólaði 1.012 kílómetra

Hafdís hjólaði 1.012 kílómetra

Hafdís Sigurðardóttir, hjólreiðakona ársins og Íslandsmeistari, kláraði í hádeginu í dag 1.012 kílómetra á hjólinu en hún byrjaði að hjóla klukkan 15 á föstudag og hjólaði því í 46 klukkutíma. Hafdís hjólaði 22 km á hverjum klukkutíma og tók stuttar pásur inn á milli.

Viðburðinn ákvað hún að kalla Bak­g­arðshjól, eft­ir að hafa fylgst með Bak­g­arðshlaup­inu í sum­ar. Fjöl­marg­ir hafa tekið þátt og hjólað við hlið Haf­dís­ar, í lík­ams­rækt­inni Bjargi.

Fjöl­skylda Haf­dís­ar og vin­ir hafa sett upp styrkt­ar­reikn­ing vegna átaks­ins og keppn­is­ferðalaga henn­ar, sem öll­um er frjálst að leggja inn á. Reikn­ings­núm­er: 0566-26-060320, kennitala: 240589-3899.

Nánar á  Instragram síðu Hafdísar hérna.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó