Sjúkrabílar slökkviliðs Akureyrar hafa sinnt um sjö útköllum á dag það sem af er árinu 2019. Í tilkynningu á Facebook síðu slökkviliðsins í vikunni segir að sjúkrabílar slökkviliðs Akureyrar hafi verið boðaðir í 2079 útköll það sem af er árinu.
Slökkvilið Akureyrar hefur til umráða 4 sjúkrabíla en að lágmarki eru tveir bílar mannaðir öllum stundum.
„Í ýmsum tilfellum fara tveir sjúkrabílar úr húsi í sama verkefnið en það gildir meðal annars um útköll í hjartastopp, meðvitundarleysi, meiriháttar bílslys o.fl. Þau útköll telja samt sem áður sem eitt.
Inn í þessum tölum eru ekki útköll á sjúkraflugvél Mýflugs eða verkefni á dælubíl,“ segir á Facebook síðu Slökkviliðsins.