Það sem af er ári hafa sjúkraflutningamenn frá Slökkviliði Akureyrar sinnt 259 sjúkraflugferðum með 273 sjúklinga. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Slökkviliðsins.
Þar segir að flugferðum hafi fjölgað mikið síðustu ár en áhugavert verð að fylgjast með hvernig tölurnar þróist þetta árið.
Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi er á Akureyri en þaðan sinnir Mýflug auk sjúkraflutningamanna frá Slökkviliði Akureyrar sjúkraflugi um allt land. Í sumum tilfellum koma einnig læknar með frá Sjúkrahúsinu á Akureyri.