Framsókn

Hafa áhyggjur af jöfnum tækifærum ungmenna til frítímaþjónustu

Frá fundinum.

Í gærkvöldi bauð ungmennaráð Akureyrar bæjarráði á fund til sín í Rósenborg. Tilefni fundarins var meðal annars að spyrjast fyrir um áhrif nýlegra skipulagsbreytinga hjá sveitarfélaginu á frítímaþjónustu. Þau málefni sem áður heyrðu undir íþróttafulltrúa, Akureyrarstofu og samfélags- og mannréttindadeild hafa nú verið sameinuð undir samfélagssvið.

Áhyggjur ungmennana snúast meðal annars um jöfn tækifæri barna og ungmenna til frítímaþjónustu. Þau vildu minna á að í málefnum sem snerta ungmenni beint eiga raddir þeirra rétt á að heyrast.  Bæjarráð upplýsti ungmennaráðið um að mikill vilji er hjá stjórnsýslunni um að gera vel í æskulýðsmálum almennt. Einnig lýsti bæjarráð yfir miklum vilja til að hlusta á og leita eftir röddum ungmenna í málum sem þau snerta.

Í Rósenborg er meðal annars Ungmennahús fyrir 16 ára og eldri og félagsmiðstöð fyrir unglinga. Vangaveltur hafa verið uppi hvort eigi að selja Rósenborg í kjölfar stjórnsýslubreytinga.

Á meðfylgjandi mynd eru talið frá vinstri: Anna Kristjana Helgadóttir, Hulda Margrét Sveinsdóttir, Snædís Sara Arnedóttir, Páll Rúnar Bjarnason, Brynjólfur Skúlason, Ari Orrason, Eiríkur Björn Björgvinsson, Kristinn Reimarsson, Gunnar Gíslason, Sóley Björk Stefánsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Silja Baldursdóttir.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó