Hætta við að fresta Andrésar Andar leikunumMynd: Pedromyndir

Hætta við að fresta Andrésar Andar leikunum

Andrésarleikarnir í ár hafa verið færðir aftur á upprunalega dagsetningu, dagana 21. – 24. apríl. Tilkynnt var um þetta í gærkvöldi.

Í síðustu viku var tilkynnt að Andrésar Andarleikunum yrði frestað í ár til 13.-15. maí í ljósi samkomutakmarkanna og lokun skíðasvæðisins. Skipuleggjendur leikana telja þetta vera besta möguleikann á að ná að halda leikana í ár.

„Biðjumst við velvirðingar á hringlandanum í kringum leikana í ár en það skýrist af breytilegum sóttvarnarreglum. Fyrir viku síðan töldum við mjög ólíklegt að sóttvarnarreglur mundu breytast með þeim hætti sem þær gerðu í gær 13/04/2021 og leyfa nú 50 manns að koma saman við íþróttakeppni! Nú þegar þessi gluggi í síbreytilegu umhverfi sóttavarnarreglna hefur opnast þá finnst okkur skynsamlegt að halda leikana á upprunalegri dagsetningu, í stað þess að bíða í þrjár vikur og vita ekki í hvaða umhverfi við verðum með sóttvarnartakmarkanir þá,“ segir í tilkynningunni.

Dagskrá leikanna fer eingöngu fram í Hlíðarfjalli

Flestir virðast ánægðir með ákvörðunina í athugasemdum við tilkynninguna en einhverjir eru ekki sáttir með ákvörðunina í ljósi samkomutakmarkana og fyrirvara á breytingunum.
Öll dagskrá kemur til með að fara fram í Hlíðarfjalli en engin dagskrá verður í miðbænum, eins og áður hefur verið. Verðlaunaafhendingar fara fram í Hlíðarfjalli að lokinni keppni í hverjum flokki.
„Foreldrar og aðstandendur í Hlíðarfjalli bera ábyrgð á því að fylgja gildandi reglum er varða samkomutakmarkanir á svæðinu. Við vonumst svo sannarlega til að þetta hafi ekki áhrif á þátttöku keppenda og að allir geti tekið þátt í leikunum sem skráðir voru,“ segir í tilkynningunni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó