Hægt að djamma lengur á Akureyri um Versló

Miðbær Akureyrar

Bæjarráð Akureyrar hefur gefið leyfi fyrir því að skemmtistaðir Akureyrar verði opnir klukkustund lengur en venja er yfir Verslunarmannahelgina.

Því verða skemmtistaðir bæjarins sem vanalega loka um 04:00 um helgar opnir til 05:00 aðfaranótt laugardags og sunnudags þessa helgi. Einnig fá þeir staðir sem eru vanalega opnir til 01:00 aðfaranótt föstudags, leyfi til þess að hafa opið til 02:00 fimmtudaginn fyrir Verslunarmannahelgi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó