NTC

Hægt að bóka símtal og viðtöl á vef Akureyrarbæjar

Hægt að bóka símtal og viðtöl á vef Akureyrarbæjar

Nú er hægt að bóka símtal og viðtal hjá ýmsum ráðgjöfum og fulltrúum Akureyrarbæjar í gegnum heimasíðu bæjarins. Nýr tímabókunarhnappur er hægra megin á forsíðu vefsins Akureyri.is. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bæjarins.

Áfram verður hægt að bóka símtöl og viðtöl í gegnum þjónustuver Akureyrarbæjar en notendur eru hvattir til að bóka sjálfir í gegnum vefinn. Formið er einfalt í notkun og með þessari nýjung geta íbúar sótt þjónustuna þegar þeim hentar. Þeir sem bóka viðtal fá nú áminningu um tímabókunina með smáskilaboðum í símann sinn deginum áður (SMS).

Hægt er að bóka viðtal hjá:

  • Ráðgjafa í félagsþjónustu
  • Ráðgjafa í málefnum fatlaðs fólks
  • Húsnæðisfulltrúa
  • Verkefnastjóra félagslegrar liðveislu
  • Launafulltrúa

Hægt er að bóka símtal frá:

  • Ráðgjafa í félagþjónustu
  • Ráðgjafa í málefnum fatlaðs fólks
  • Ráðgjafa í stuðningsþjónustu
  • Húsnæðisfulltrúa
  • Verkefnastjóra félagslegrar liðveislu
  • Ráðgjafa í Barnavernd
  • Barna- og fjölskylduráðgjöf
  • Launafulltrúa

„Bókunarkerfið er í stöðugri þróun og á næstu mánuðum verður það útvíkkað enn frekar með fleiri möguleikum á tímabókunum hjá ýmsum ráðgjöfum og fulltrúum sem starfa hjá sveitarfélaginu. Markmið Akureyrarbæjar er að veita notendamiðaða þjónustu á öllum sviðum og með innleiðingu stafrænna lausna er þjónustan bætt enn frekar, skilvirkni aukin og aðgengi að hinum ýmsu þjónustuleiðum bætt til muna,“ segir í tilkynningu bæjarins.

Smelltu hér til að fara á bókunarsíðuna á Akureyri.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó