NTC

Hádegismálþing: grundvallarreglur þjóðarréttar um beitingu vopnavalds og Úkraína

Hádegismálþing: grundvallarreglur þjóðarréttar um beitingu vopnavalds og Úkraína

Í hádeginu á morgun, miðvikudag, fer fram rafrænt málþing á vegum Lagadeildar Háskólans á Akureyri. Fengist verður við að svara spurningunni: Hverjar eru grundvallarreglur þjóðaréttar um beitingu vopnavalds og hvernig má beita þeim í því ástandi, sem nú ríkir í Úkraínu?

„Á þessu rafræna hádegismálþingi munu þrír sérfræðingar í þjóðarétti varpa ljósi á þessi álitaefni og skýra þá lagalegu stöðu, sem nú er uppi vegna Úkraínu. Þeir munu fjalla um fullveldi ríkja og réttarins til afskiptaleysi annarra ríkja, og rýna í þau rök, sem Rússland hefur teflt fram fyrir þeim hernaðarlegu aðgerðum, sem þeir fara fyrir í Úkraínu og lög sem gilda í stríði,“ segir á Facebook síðu viðburðarins.

Sérfræðingarnir þrír sem halda munu tölu eru Bjarni Már Magnússon, prófessor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík, Rachael Lorna Johnstone, prófessor við Lagadeild Háskólans á Akureyri og Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, lektor við Lagadeild Háskólans á Akureyri.

Þau munu síðan taka við spurningum að loknu máli sínu og taka þátt í umræðum um þær þjóðréttarreglur sem um ræðir í atviki Úkraínu. Streymið er opið öllum og fer fram á ensku.

Hér er hlekkur á streymið.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó