HA stýrir háskólaneti smáríkjaLjósmynd: Háskólinn á Akureyri

HA stýrir háskólaneti smáríkja

Sjötti ársfundur háskólanets smáríkja (Network of Universities of Small Countries and Territories) fór fram 22. apríl síðastliðinn í háskólanum í Gíbraltar. Þetta kemur fram á heimasíðu Háskólans á Akureyri þar sem segir einnig:

Háskólinn á Akureyri gekk inn í samstarfsnetið árið 2021 á covid tímum en tók þátt í fyrsta rektorsfundi á Grænlandi 2022. HA stýrir nú netinu eftir að hafa tekið við því af háskólanum í Andorra síðastliðið sumar. Rektor háskólans á Gíbraltar, Dr Catherine Bachleda bauð þátttakendur velkomna en fundurinn var síðan í höndum rektors HA. Markmið samstarfsnetsins eru meðal annars stúdenta- og starfsmannaskipti, samstarf í gæðamálum, auk þess að ræða stefnur og strauma í háskólamálum almennt.

Frekari upplýsingar á heimasíðu HA.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó