NTC

HA, HTÍ og Háskólinn í Örebro vinna saman að fyrsta heyrnarfræðinámi á Íslandi – Fyrstu nemendurnir byrjaðirFrá undirritun samstarfssamnings um nám í heyrnarfræðum í febrúar 2024. Ljósmynd: Stjórnarráð Íslands.

HA, HTÍ og Háskólinn í Örebro vinna saman að fyrsta heyrnarfræðinámi á Íslandi – Fyrstu nemendurnir byrjaðir

Nám í heyrnarfræðum stendur nú í fyrsta sinn til boða á Íslandi á grundvelli samstarfssamnings Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands (HTÍ), Háskólans í Örebro í Svíþjóð og Háskólans á Akureyri. Þrír nemendurnir hófu nám í haust. Unnið er að því að fjölga námsstöðum og þess vænst að hægt verði að taka á móti átta nýnemum á næsta ári. Umsækjendur nú voru á þriðja tug sem sýnir að áhuginn fyrir náminu er mikill og því raunhæft að ætla að framboð sérmenntaðra heyrnarfræðinga aukist til muna innan fárra ára. Þetta segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.

Námið er þriggja ára háskólanám, kennt í fjarnámi en umsjón með verklegri þjálfun nemenda er á hendi HTÍ. Heilbrigðisráðuneytið leggur stofnuninni til 18 milljónir króna á ári í þrjú ár, til að annast verkefnið.

 „Það hefur verið skortur á sérþjálfuðum heyrnarfræðingum hér á landi. Nú má vænta þess að þeim fjölgi á næstu árum og að hægt verði að stórbæta þjónustu við fólk með heyrnarskerðingu hér á landi“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í tilkynningu.

HTÍ hefur um árabil lagt áherslu á að komið verði á fót námi í heyrnarfræðum á háskólastigi hér á landi. Þannig geti íslensk heyrnarþjónusta tryggt framboð af sérmenntuðum heyrnarfræðingum og þurfi ekki að leita eftir erlendum sérfræðingum til starfa líkt og verið hefur um árabil. Með samstarfssamningnum hefur að sögn heilbrigðisráðuneytisins verið tryggt hágæða háskólanám og verkleg þjálfun hér á landi sem veitir íslenskum heyrnarfræðingum ómetanlega reynslu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó