HA þátttakandi í 21 af þeim verkefnum sem fengu úthlutað úr samstarfssjóði háskólanna

HA þátttakandi í 21 af þeim verkefnum sem fengu úthlutað úr samstarfssjóði háskólanna

Háskólinn á Akureyri (HA) er þátttakandi í 21 af þeim verkefnum sem fengu úthlutað úr samstarfssjóði háskólanna. Í gær, 30. janúar, var veitt úr sjóðnum í annað skiptið og eru þar mörg verkefni sem lengi hafa beðið eftir að komast af stað og hafa nú fengið það brautargengi sem þarf.

„Það er ánægjulegt að sjá mikilvæg verkefni fá þá hvatningu sem úthlutunin felur í sér, ekki bara fjármagnið heldur líka viðurkenningu á mikilvægi þeirra. Þá er ljóst að úthlutunin felur í sér skýran stuðning áframhaldandi samtals HA við Háskólann á Bifröst og þá sérstaklega að í þeim er tryggt fjármagn rannsóknasjóðs komi til sameiningar,“ segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri um úthlutunina á vef HA.

Hér fyrir neðan er listinn yfir þau verkefni sem HA er þátttakandi eða aðili að og hér má sjá frétt frá Háskóla,- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti um úthlutunina.

  • Að innleiða bestu starfsvenjur í tengslum við taugafjölbreytileika (Establishing Neurodiversity Best Practices)
  • Efling klínískrar lyfjafræði á Akureyri
  • Efling tæknináms á Norðurlandi: Tæknifræði Háskólans í Reykjavík í Háskólanum á Akureyri
  • Fagmál hjúkrunar (ICNP) til kennslu og rannsókna
  • Financial Economics Group – Iceland (FEGI)
  • Fjölmiðla-og boðskiptanám á tímum upplýsingaóreiðu
  • Forritunarkeppni Háskólanna á Íslandi (FKHÍ) – ICPC
  • GAGNÍS – fræðsla, aukin þjónusta og umfang
  • Inngildandi nám á háskólastigi
  • Inngilding í íslensku háskólasamfélagi
  • Innleiðing á raunfærnimati til styttingar náms
  • Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista
  • Nám í ráðgjöf í málefnum fólks með heilabilun
  • Nemendum auðveldað að stunda meistaranám við fleiri en einn háskóla
  • Rafræn miðlun fræðandi efnis um jafnréttismál
  • Rannsóknasjóður sameinaðs háskóla HA og HB
  • Sameinaður háskóli, Háskólans á Akureyri (HA) og Háskólans á Bifröst (HB)
  • SamLeið: Sameiginleg leiðbeinendaþjálfun á Íslandi
  • Snjallræði
  • Þrívíddarprentun og sýndarveruleiki notaður til að bæta heilbrigðisþjónustu og auka öruggi sjúklinga
  • Þróun kennslu, náms og val á nemendum í hjúkrun
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó