Gunnar Líndal nýr þjálfari KA/Þór

Gunnar Líndal nýr þjálfari KA/Þór

Handknattleiksdeild KA hefur ráðið Gunnar Líndal Sigurðsson sem þjálfara kvennaliðs KA/Þórs næstu tvö árin. Gunnar tekur við liðinu af Jónatani Magnússyni.

Sjá einnig: Stefán og Jónatan þjálfa KA næstu tvö árin

KA/Þór endaði í 5. sæti Olís deildarinnar í vetur en liðið komst upp í deildina í vetur eftir sigur í Grill 66 deildinni árið áður.

Gunnar hefur töluverða reynslu af þjálfun í handbolta en hann hefur áður þjálfað karla- og kvennalið Stryn í Noregi þar sem hann stýrði báðum liðum tvívegis upp um deild. Hann var kjörinn þjálfari ársins í 2. deild kvenna tímabilið 2014-2015. Þá var hann ráðinn sem sérfræðingur í þróun leikmanna af Norska handknattleikssambandinu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó