Gunnar Gíslason leiðir áfram lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Gunn­ar Gísla­son hef­ur verið kjör­inn í 1. sæti. á fram­boðslista Sjálf­stæðis­flokks­ins á Ak­ur­eyri við sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Þetta verður annað kjör­tíma­bilið sem Gunn­ar leiðir list­ann.

Gunn­ar hlaut 86 at­kvæði en Axel Darri Þór­halls­son hlaut 17 at­kvæði í kosn­ing­un­um sem fram fóru í Brekku­skóla í dag. 113 greiddu at­kvæði en ógild og auð voru 2. Kosið var um sex efstu sæt­in á fram­boðslist­an­um fyr­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar 26. maí.

Gunn­ar er stúd­ent frá Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri 1978 og út­skrifaðist frá Kenn­ara­há­skóla Íslands 1982. Gunn­ar er í masters­námi í stjórn­un við Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri og hef­ur auk þess sinnt stunda­kennslu við skól­ann. Hann var grunn­skóla­kenn­ari í 6 ár og sat í sveit­ar­stjórn Sval­b­arðsstranda­hrepps á ár­un­um 1990 til 1998. Þá var Gunn­ar fræðslu­stjóri á Ak­ur­eyri á ár­un­um 1999-2014, með yf­ir­stjórn leik- grunn- og tón­list­ar­skóla.

Eig­in­kona Gunn­ars er Yrsa Hörn Helga­dótt­ir, leik- og grunn­skóla­kenn­ari. Sam­tals eiga þau sjö börn.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó