Gunnar Gíslason hefur verið kjörinn í 1. sæti. á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri við sveitarstjórnarkosningar. Þetta verður annað kjörtímabilið sem Gunnar leiðir listann.
Gunnar hlaut 86 atkvæði en Axel Darri Þórhallsson hlaut 17 atkvæði í kosningunum sem fram fóru í Brekkuskóla í dag. 113 greiddu atkvæði en ógild og auð voru 2. Kosið var um sex efstu sætin á framboðslistanum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí.
Gunnar er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1978 og útskrifaðist frá Kennaraháskóla Íslands 1982. Gunnar er í mastersnámi í stjórnun við Háskólanum á Akureyri og hefur auk þess sinnt stundakennslu við skólann. Hann var grunnskólakennari í 6 ár og sat í sveitarstjórn Svalbarðsstrandahrepps á árunum 1990 til 1998. Þá var Gunnar fræðslustjóri á Akureyri á árunum 1999-2014, með yfirstjórn leik- grunn- og tónlistarskóla.
Eiginkona Gunnars er Yrsa Hörn Helgadóttir, leik- og grunnskólakennari. Samtals eiga þau sjö börn.
UMMÆLI