Gullfalleg glitský yfir Akureyrarkirkju í dag

Mynd: Markaðsstofa Norðurlands.

Markaðsstofa Norðurlands birti á facebook-síðu sinni: Visit North Iceland, ótrúlegar myndir af glitskýjum sem sáust víðsvegar á Akureyri í dag en þau sáust mjög greinilega fyrir ofan Akureyrarkirkju.

Glitský myndast þegar óvenjukalt er í heiðhvolfinu (um eða undir -70 til -90 °C) og í 15-30 km hæð. Glitský sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða sólaruppkomu. Litadýrð þeirra er mjög greinileg því þau eru böðuð sólskini, þótt rökkvað sé eða jafnvel aldimmt við jörð.
Litadýrðin þykir minna á þá liti sem sjá má í hvítu lagi sem er innan á sumum skeljum (s.n. ,,perlu-móður“-lag í perluskeljum) og eru þau í ýmsum tungumálum því nefnd perlumóðurský, segir í útskýringum Veðurstofunnar.

Það mætti halda að þetta væri málverk! Mynd: Markaðsstofa Norðurlands.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó