Framsókn

Gul viðvörun á Norðurlandi eystra næstu dagaSkjáskot frá Veðurstofunni.

Gul viðvörun á Norðurlandi eystra næstu daga

Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Norðurland eystra fyrir fimmtudag og föstudag. Spáð er allhvassri norðaustanátt upp úr kl. 16 á morgun, 13-18 m/s með éljum, snjókomu og mögulega skafrenningi. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofunni. Þar segir einnig að búast megi við lélegu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum. Þá telur hann líkur á afmörkuðum samgöngutruflunum, sér í lagi á fjallvegum. Hér að neðan má sjá tilkynninguna í heild sinni:

19 des. kl. 16:00 – 20 des. kl. 09:00

Allhvöss norðaustanátt (13-18 m/s) með éljum eða snjókomu og mögulega skafrenningi. Búast má við lélegu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum á vegum. Líkur eru á afmörkuðum samgöngutruflunum, sérílagi á fjallvegum.

VG

UMMÆLI

Sambíó