NTC

Guðrún Pálína opnar sýninguna Andlit/Faces í Hofi á laugardaginn

Guðrún Pálína opnar sýninguna Andlit/Faces í Hofi á laugardaginn

Guðrún Pálína Guðmundsdóttir opnar sýningu sína Andlit/Faces í Menningarhúsinu  Hofi laugardaginn 11. febrúar kl. 14.00. 

Guðrún Pálína hefur þróað sinn persónulega stíl um áratuga skeið og hvert andlitsmálverk hefur sitt andrúmsloft og stílbragð. Andlitsmálverkin leitast við að túlka mannlegt eðli, tilfinningar og sál einstaklingsins. 

Sýningartitillinn er Andlit/Faces, og ber heiti bókar sem kom út í lok árs 2022. Flest verkin á sýningunni eru einnig til sýnis í bókinni. Öll málverkin eru olíumálverk á málaradúk. Málverk í bókinni spanna feril hennar frá 1984-2021. 

Sýningin er opin á opnunartíma Hofs og stendur sýningin til 7. apríl. 

Sambíó

UMMÆLI