Guðný syngur lög Sigfúsar Halldórssonar í Hofi

Guðný syngur lög Sigfúsar Halldórssonar í Hofi

Næsti viðburður í Listviðburðaröð VERÐANDI eru tónleikarnir Sönglög Sigfúsar Halldórssonar sem fram fara í Hofi 12. ágúst. Tónleikarnir eru til heiðurs Sigfúsi Halldórssyni tónskálds. Sigfús byrjaði ungur að spila og semja og eru mörg af dægurlagaperlum Íslands eftir Sigfús. Tómas Guðmundson ljóðskáld skrifaði marga texta fyrir lög Sigfúsar og má til dæmis nefna lögin Dagný, Tondeleyó og Þín hvíta mynd. Sigfús var einnig virkur í starfi með Leikfélagi Reykjavíkur og verða vel valin lög flutt frá því tímabili. Þá verða frægustu lögin hans Sigfúsar spiluð, Litla flugan, Lítill fugl, Vegir liggja til allra átta og Íslenskt ástarljóð. Tónleikar sem ættu að vekja upp gamlar og góðar minningar.

Söngkona er Guðný Ósk Karlsdóttir en hljóðfæraleikarar eru Þorvaldur Örn Davíðsson píanó, Aldís Bergsveinsdóttir fiðlu og Tómas Leó Halldórssonar sem spilar á bassa. 

Tónleikarnir Sönglög Sigfúsar Halldórssonar er hluti af Listviðburðaröð VERÐANDI í tilefni af 10+1 árs afmæli Menningarhússins Hofs.

 Miðasala er í fullum gangi á mak.is

UMMÆLI