Guðný Ósk Karlsdóttir hefur gefið út barnaplötuna Leitin að Regnboganum. Platan kom úr 24. apríl síðastliðinn á Spotify og hefur þegar fengið mikið lof.
Sögusviðið gerist í Regnbogalandi og leitin að regnboganum er þema sögunnar. Í henni lenda allir litir regnbogans í ævintýrum við leit að regnboganum. Hver litur stendur fyrir ákveðinn eiginleika eða dygð. Leitin og ferðalagið á að sýna börnum mikilvægi hugrekkis, þakklætis, virðingar og hjálpsemi. Tónlist Regnbogalands, sem er samin af mér ásamt Mána Svavarssyni, er ætlað að fanga athygli barna, styrkja notkun þeirra á tungumálinu, virkja ímyndunarafl og efla hreyfiþroska þeirra.
Tónlistin í Regnbogalandi var unnin í samstarfi við Mána Svavarsson en hann samdi einnig tónlistina fyrir Latabæ.
Regnbogaland eflir hreyfiþroska, málþroska og eykur ímyndunarafl barna og umfram allt að efnið sé aðgengilegt foreldrum.
Þess má geta að dygðir og valdefling spila lykilþátt í ævintýri Regnbogalands. Sagan og tónlistin haldast í hendur í ferðalaginu persónana við að finna regnbogann. Heimurinn er algjör ímynd barnanna og sagan fléttast inn í lögin þar sem ég tala við börnin á milli og kynni alla nýju litina. Lögin eru því öll með mikilvægan boðskap og á endanum finna litirnir regnbogann saman.
Höfundur plötunnar, Guðný Ósk Karlsdóttir hóf tónlistarnám sitt á Akureyri aðeins 8 ára gömul en hún útskrifaðist frá Skapandi tónlistarmiðlun og með mastersgráðu frá listkennsludeild við Listaháskóla Íslands. Hún hefur starfað sem danskennari frá unglingsaldri og unnið með börnum frá því hún man eftir sér og hefur komið að ýmsum fjölbreyttum verkefnum með börnum í sjónvarpi, leikhúsi og tónlist.
Listafólkið sem kemur fram á plötunni:
Bryndís Guðjónsdóttir – Glóey Gula
Vala Guðnadóttir – Aría Appelsínugula
Arnar Dan Kristjánsson – Grettir græni og Frosti fjólublái
Árni Beinteinn- Rabbi Rauði
Guðný Ósk Karlsdóttir – Ósk / aðalpersónan í sögunni
Sögumaður er Þórdís Björk Þorfinnsdóttir söng og leikkona.
UMMÆLI