Gæludýr.is

Guðni Th. lætur veðrið ekki stoppa sig – Keyrði til Akureyrar í morgun

Guðni Th. Jóhannesson. Mynd: forseti.is.

Slæmt er í veðri víða um landið og allt innanlandsflug liggur niðri sökum þess. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, átti bókað flug í dag frá Reykjavík til Akureyrar vegna tveggja viðburða á Akureyri sem hann vildi ólmur mæta á. Annars vegar útgáfuhátíð Einingar-Iðju í Hofi, þar sem saga Einingar-Iðju: „Til starfs og stórra sigra“ – Saga Einingar-Iðju 1906-2004, eftir Jón Hjaltason verður kynnt og útgáfunni fagnað. Og hins vegar vegna viðburðar á vegum Hollvina SAk á Sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem ný ferðafóstra verður afhent Sjúkrahúsinu, en þetta er eitt stærsta verkefni samtakanna til þessa og kemur til með að bjarga barnslífum.

Svona leit vefmyndavélin út á Öxnadalsheiði kl. 11.45 í dag.

Guðni Th. lætur veðrið ekki stoppa sig og lagði af stað keyrandi, með bílstjóra sínum Ríkarði Ríkarðssyni, snemma í morgun. Forsetinn er staðráðinn að mæta á viðburðina í dag og er væntanlegur til Akureyrar nú um hádegi þrátt fyrir verulega vont veður á leiðinni.

Sjá einnig:

Afhenda sjúkrahúsinu á Akureyri 30 milljóna króna ferðafóstru á laugardaginn

Útgáfuhátíð Einingar-Iðju í Hofi

VG

UMMÆLI

Sambíó