NTC

Guðmundur Steinn Hafsteinsson í KAmynd: KA.is

Guðmundur Steinn Hafsteinsson í KA

KA menn sömdu í dag við framherjann Guðmund Stein Hafsteinsson. Guðmundur sem verður 31 árs í þessum mánuði hefur leikið 200 deildar- og bikarleiki á Íslandi og skorað í þeim 56 mörk. Þá hefur hann einnig leikið í Noregi og Þýskalandi. Á Íslandi hefur hann leikið með Val, þar sem hann hóf ferilinn, HK, Víkingi Ólafsvík, Fram, ÍBV og nú síðast með Stjörnunni.

Koma þessa hávaxna framherja mun styrkja lið KA mikið fram á við í sumar en þeirra aðal markaskorari undanfarin ár, Elfar Árni Aðalsteinsson, sleit krossband í leik KA og Þórs í febrúar í Kjarnafæðismótinu.

Fyrsti leikur KA í Pepsi Max deildinni er eftir fimm daga þegar liðið heimsækir ÍA heim á Akranes.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó