Handknattleiksmennirnir og frændurnir Guðmundur Hólmar Helgason og Geir Guðmundsson stóðu í ströngu í kvöld þegar lið þeirra, Cesson-Rennes heimsótti Montpellier í frönsku úrvalsdeildinni.
Montpellier hefur á sterku liði að skipa og eftir jafnræði í byrjun leiks tóku heimamenn fljótt frumkvæðið. Staðan í leikhléi var 18-13 fyrir Montpellier og lauk leiknum með sjö marka sigri Montpellier, 35-28.
Guðmundur og Geir léku stærstan hluta leiksins. Geir, sem leikur í hægri skyttu skoraði eitt mark úr sex skotum en Guðmundur skoraði eitt mark úr fjórum skotum.
Erfið byrjun fyrir Cesson-Rennes í deildinni en liðið er án stiga eftir þrjár umferðir. Hafa ber þó í huga að þeir hafa mætt þrem af stærstu liðum Frakklands í fyrstu þrem umferðunum.
UMMÆLI