NTC

Guðmundur og Geir á sigurbraut

13774328_274609642916015_1599630967_n

Cesson-Rennes er á sigurbraut í franska handboltanum en liðið vann í kvöld sinn þriðja sigur í röð þegar þeir gerðu góða ferð til Selestat.

Frændurnir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason voru fyrirferðamiklir sem fyrr hjá Cesson-Rennes en Geir gerði þrjú mörk úr tíu skotum á meðan Guðmundur var með tvö mörk úr sex skotum.

Lokatölur urðu 19-21 fyrir Cesson-Rennes sem hafði yfirhöndina stærstan hluta leiksins.

Nú tekur við landsleikjahlé í frönsku deildinni en þeir Guðmundur og Geir eru báðir í íslenska landsliðshópnum sem mætir Tékklandi og Úkraínu í næstu viku.

Sjá einnig

Guðmundur Hólmar í nærmynd – Eyrarland besti staður í heimi

,,Hélt að einhver Frakki væri að hringja til að selja mér eitthvað“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó