NTC

Guðmundur Hólmar meiddur og Cesson-Rennes tapaði

geiri

Geir komst ekki á blað í kvöld.

Leikið var í franska handboltanum í kvöld og var aðeins einn Akureyringur í eldlínunni því Guðmundur Hólmar Helgason glímir við meiðsli.

Geir Guðmundsson var í liði Cesson-Rennes sem tapaði fyrir Saran á útivelli, 30-26. Geir átti eina skottilraun í leiknum en tókst ekki að skora.

Guðmundur meiddist á æfingu í vikunni en vonast er til að meiðslin séu smávægileg. Þeir frændur eru báðir í 28 manna landsliðshópi Íslands fyrir HM í Frakklandi.

Cesson-Rennes er í ellefta sæti frönsku úrvalsdeildarinnar en liðið á einn leik eftir á þessu ári því það fær Aix í heimsókn eftir slétta viku áður en landsleikjahlé og undirbúningur fyrir HM skellur á.

Sjá einnig

Geir Guðmundsson í nærmynd – Gunni Mall Jr. mest pirrandi

Guðmundur Hólmar í nærmynd – Eyrarland besti staður í heimi

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó