Guðjón Pétur yfirgefur KA og gengur til liðs við BreiðablikMynd: KA.is

Guðjón Pétur yfirgefur KA og gengur til liðs við Breiðablik

Knattspyrnumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson og KA náðu samkomulagi um starfslok Guðjóns hjá KA fyrir helgi. Guðjón sem skrifaði undir þriggja ára samning við KA í nóvember síðastliðnum mun því ekki leika með liðinu í Pepsi Max deildinni í sumar. En ástæða starfslokanna er sögð vera vegna fjölskylduaðstæðna hjá Guðjóni.

Þá hefur Guðjón skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik sem einnig leikur í Pepsi Max deildinni. Guðjón hefur áður leikið með Breiðablik, fyrst 2007 og svo aftur 2013 til 2015.

Við undirskriftina hjá Breiðablik. Mynd: fotbolti.net/Arnar Daði Arnarsson

Guðjón Pétur er 32 árs og hefur spilað 179 leiki í efstu deild og skorað í þeim 44 mörk.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó