NTC

Guðbjörg og Ólafur í U-18 landsliðhóp í keilu

Guðbjörg Harpa á Evrópumóti unglinga á síðasta ári

Guðbjörg Harpa á Evrópumóti unglinga á síðasta ári


Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir og Ólafur Þór Hjaltalín frá keiludeild Þórs hafa verið valin til að leika fyrir Íslands hönd á Evrópumóti unglinga sem fram fer í Helsinki í Finnlandi um páskana.


Þetta er í fyrsta sinn sem að Ólafur mun spila með landsliðinu en hann hafði þó áður verið valinn í landsliðshóp sem taka átti þátt í móti í Katar en því móti var svo aflýst.

Guðbjörg hefur áður leikið með unglingalandsliði Íslands en hún tók þátt í Evrópumóti unglinga sem var haldið hér á landi í fyrra. Við óskum þeim að sjálfsögðu góðs gengis

Sambíó

UMMÆLI