NTC

Guardian mælir með Akureyri sem áfangastað

Akureyri er einn af 40 stór­kost­leg­ustu áfangastöðum í heimi sem The Guardian mælir með að fólk heimsæki á árinu. Reyndar var Akureyri efst á blaði listans hjá Guardian, en aðrir staðir á listanum eru t.d. Amsterdam, París, Liverpool og Laos.

Akureyri er frábær byrjunarreitur fyrir Ísland segir í umfjöllininni, en minnst er á að Mývatn, Goðafoss, Björböðin og Siglufjörður sem áhugaverða staði sem allir eru í nálægð við Akureyri. Siglufjörður er líklega ofarlega í huga Guardian en mynd af Siglufirði er notuð frekar en mynd af Akureyri í umfjölluninni.
Þá segir einnig að miðbær Akureyrar sé fullur af áhugaverðum stöðum og nefnir höfundur útsýnið frá Akureyrarkirkju yfir fjörðinn, R5 Micro Bar fyrir bjórinn frá svæðinu og sjávarréttina og sushi á Rub23

Eins og Kaffið hefur sagt frá áður er breska ferðaskrifstofan Super Break að byrja með ferðir frá Bretlandi beint til Akureyrar. Flogið verður frá Cardiff og Edinborg nú í janúar og seinna er áætlað að fljúga einnig frá Newcastle, Liverpool, Exeter, Bournemouth og London Stansted.

Listann allan má skoða hér á vef The Guardian.

mynd úr umfjöllun The Guardian

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó