NTC

Grunur um að þremur hafi verið byrlað

Grunur um að þremur hafi verið byrlað

Grun­ur leik­ur á um að þrem­ur ein­stak­ling­um hafi verið byrluð ólyfjan á skemmti­stað á Ak­ur­eyri í nótt. Þetta kemur fram á mbl.is.

Í einu til­vik­inu var sjúkra­bíll kallaður til á skemmti­staðinn þar sem kona lá nán­ast meðvit­und­ar­laus þar fyr­ir utan. Í hinum tveim­ur til­vik­un­um, þar sem um karl og konu var að ræða, fluttu vinir þeirra þau á slysadeild og létu lögregluna vita.

Árni Páll Jóhannson, aðalvarðstjóri hjá lög­regl­unni á Norður­landi eystra, segir að málið sé komið í rann­sókn hjá lög­regl­unni en eng­inn ligg­ur und­ir grun sem stend­ur. 

Árni segir að einnig hafi leikið grun­ur á byrlun ólyfjan­ar á Ak­ur­eyri um síðustu helgi og fór viðkom­andi á sjúkra­hús. Ekk­ert hef­ur komið út úr þeirri rann­sókn. Hann seg­ir lög­regl­una eiga eft­ir að at­huga með eft­ir­lits­mynda­vél­ar á skemmti­staðnum í nótt og ræða við vitni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó