Grunnskólanemendur á Akureyri syngja með Frikka Dór í Hofi

Menningarhúsið Hof. Mynd: Auðunn Níelsson.

Söngvaflóð er verkefni sem fór af stað síðastliðið haust í samstarfi Tónlistarskólans á Akureyri annars vegar og leik-og grunnskólanna á Akureyri hins vegar.
Markmið verkefnisins er  að auka tónlist í skólum og því er skipulögð söngstund einu sinni í viku í hverjum einasta skóla á Akureyri fyrir nemendur í 1. – 7. bekk. Fjórir tónlistarkennarar sjá um þessa vinnu og ferðast milli skólanna.

Á hverri önn er unnið með eitt þema og þessa fyrstu önn er þemað: Fróðleikur um Akureyri. Jafnframt því fær verkefnið þekkta tónlistarmenn í lið með sér sem syngja með krökkunum á tónleikum í Hofi í vikunni. Fyrsti þekkti tónlistarmaðurinn sem tekur þátt í verkefninu er Friðrik Dór Jónsson.

Dagana 21. til 23. nóvember munu grunnskólanemar heimsækja Menningarhúsið Hof og taka lagið með Friðriki Dór og hljómsveit eldri nemenda.  Eftir áramót munu leikskólabörn svo koma í Hof og syngja líka.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó