Framsókn

Grínistinn Reggie Watts kemur fram í Samkomuhúsinu á Sumardaginn fyrsta

Grínistinn Reggie Watts kemur fram í Samkomuhúsinu á Sumardaginn fyrsta

Hinn óviðjafnanlegi grínisti og tónlistarmaður Reggie Watts verður með uppistandstónleika í Samkomuhúsinu 25. apríl. Þetta kemur fram í tilkyningu frá Menningarfélagi Akureyrar. Þar kemur einnig fram að New York Times hafi sagt uppistandið hans „Spatial“ á Netflix vera „rússíbana af vitleysu og veruleikaflótta“ og sögðu Reggie vera „áhrifamesta absúrdistann í grínheiminum.“

Þetta er í annað sinn sem Reggie Watts kemur fram á Íslandi, en hann kom hingað 2010 áður en hann skaust upp á stjörnuhimininn. Hann er hvað þekktastur fyrir að hafa verið hljómsveitarstjórinn í Late Late Show með James Corden, en þar áður var hann með grínþættina Comedy Bang! Bang! Hann samdi einnig þematónlistina fyrir grínþættina Key and Peele og uppistönd John Mulaney og Jim Gaffigan. Reggie sló einnig í gegn með Ted-Talkinu sínu sem 10 milljónir manns hafa horft á.

Kvöldið í samkomuhúsinu er blanda af uppistandi, beat boxi, tónleikum og spuna þar sem nær allt er búið til á staðnum. Skemmtanirnar á Íslandi eru lokahnykkur á Evrópuferðalagi hans, en hann hefur komið fram í Munchen, Stokkhólmi, Berlin, Osló, Kaupmannahöfn og Amsterdam. Á Íslandi skemmtir hann í Reykjavík, á Akureyri og Flateyri, auk þess að kenna í Lýðháskólanum á Flateyri ásamt Margréti Maack, vinkonu sinni til margra ára.

„Ég vissi ekki hvert ég ætlaði, hafði aldrei séð svona absúrd tónlistargrín áður en varð alveg heillaður! Hef fylgst með honum síðan rísa upp í hæstu hæðir. Mæli eindregið með!!!“ -Björgvin Franz Gíslason

Lesendur geta verslað miða á sýninguna á heimasíðu Menningarfélags Akureyrar eða með því að smella hér.

VG

UMMÆLI

Sambíó