NTC

Grímuskyldu aflétt hjá heimsóknargestum SAk

Grímuskyldu aflétt hjá heimsóknargestum SAk

Grímuskyldu heimsóknargesta Sjúkrahússins á Akureyri var aflétt frá og með gærdeginum. Grímuskylda hafði verið í gildi frá því 23. ágúst síðastliðinn. Þó er áfram mælst til þess að fólk sé ekki að koma í heimsókn með einkenni sem samrýmast öndunarfærasýkingu.

Í tilkynningu SAk er fólk sem sækir læknisþjónustu vinsamlega beðið um að vera með grímu sé það með einkenni öndunarfærasýkingu. Einnig er mikilvægt að huga að því hvort einhver í nærumhverfi sé með smitandi sjúkdóm.

Sambíó

UMMÆLI