Gæludýr.is

Grímseyingar standa þétt saman

Grímseyingar standa þétt saman

Grímseyingar komu saman í gærkvöldi í félagsheimili eyjarinnar. Þar var samþykkt einróma að byggja nýja kirkju í svipaðri mynd þeirra sem fyrir var, en brann til grunna aðfaranótt miðvikudags. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grímsey.

Íbúar Grímseyjar vilja koma á framfæri þakklæti til þjóðarinnar sem hefur sýnt þeim einstakan samhug og stuðning á erfiðum tímum.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hugur sinn sé hjá íbúum Grímseyjar. „Þetta er mikið áfall fyrir samfélagið allt í Grímsey og ljóst að þarna hafa margar merkar menningaminjar eyðilagst sem er óbætanlegt tjón. Hugur minn er hjá íbúum og öllum þeim sem unnu þessari merku kirkju. Stjórnvöld munu ræða við heimamenn og ég er viss um að það verður ríkur vilji allra til að styðja við bakið á þeim í kjölfarið,“ segir Katrín Jakobsdóttir á Facebook síðu sinni.

Þeir sem vilja styrkja verkefnið er bent á reikning Miðgarðskirkju: 565-04-250731, kt. 4602692539

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó