Grieg – þú varst heiða og hreina hjartalindin mín

Grieg – þú varst heiða og hreina hjartalindin mín

Addi og Binni halda áfram að segja frá ljóðabókinni Friheten, höfundi hennar Nordahl Grieg og eiginkonu hans Gerd Grieg. Hjónakornin eru komin til Akureyrar þar sem þau skemmta bæjarbúum auk þess sem skáldið hittir íslensk ungmenni í dularfullum sumarbústað á tveimur hæðum skammt utan við bæinn. Þá mæta þeir félagar Addi og Binni í stúdíó með tvær bækur og ljósmynd sem tengjast sögunni og deila sögum af þeim með hlustendum. Er bókin árituð af Nordahl Grieg? Er myndin sú síðasta sem tekin var af norsku frelsishetjunni?

Þátturinn „Grieg – þú varst heiða og hreina hjartalindin mín“ er tekinn upp í Stúdíó Sagnalist í Kristnesi. Arnar og Brynjar spjalla um gengnar kynslóðir og gleymda atburði yfir kaffibolla. Sannar og lognar sögur af aðli og almúga í hlaðvarpi Sagnalistar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó