Grétar Skúli í átta mánaða bann vegna ofbeldis, ógnandi hegðunar og óviðeigandi ummæla

Grétar Skúli í átta mánaða bann vegna ofbeldis, ógnandi hegðunar og óviðeigandi ummæla

Grétar Skúli Gunnarsson, kraftlyftingaþjálfari á Akureyri, hefur verið úrskurðaður í átta mánaða bann frá íþrótt sinni vegna ógnandi hegðunar og óíþróttamannslegrar framkomu á bikarmóti Kraftlyftingasambands Íslands (KRAFT) fyrir ári síðan. Fjallað er ítarlega um dóminn á vef Vísis.

Grétar skúli var dæmdur fyrir fimm atvik. Tvö þeirra vegna ofbeldis, eitt vegna ógnandi hegðunar og tvö vegna óviðeigandi ummæla.

Grétar var upphaflega dæmdur í tólf mánaða bann vegna málsins í ágúst síðastliðnum af stjórn KRAFT. Dómstóll ÍSI staðfesti bannið síðan en stytti það um fjóra mánuði.

Grétar Skúli hefur áfrýjað þeim úrskurði til Áfrýjunardómstóls ÍSÍ og er beðið eftir niðurstöðu hans.

Nánari umfjöllun má finna á vef Vísis með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó