Grenndargralið fær myndir úr einkasafni í London

Grenndargralið fær myndir úr einkasafni í London

Kaffið sagði í haust frá samskiptum Grenndargralsins við Tim Crook í tengslum við hlaðvarpsþættina Leyndardómar Hlíðarfjalls (sjá Hlaðvarpið leysti gátuna – þakklátir afkomendur í Englandi).

Faðir Tim, John Crook dvaldist ásamt herdeild sinni í Kræklingahlíð og Hörgárdal um tveggja ára skeið m.a. við æfingar í vetrarhernaði í Hlíðarfjalli.

John Crook kemur töluvert við sögu í þáttunum. Kveikjan þar að baki var óskýr mynd sem tekin var af honum árið 1941 fyrir framan herbragga við Djúpárbakka í Hörgárdal og höfundur þáttanna rakst á fyrir tilviljun við gerð þeirra.

Fyrr í þessum mánuði bárust skilaboð frá Tim. Hann vildi deila nokkrum ljósmyndum úr eigu föður síns heitins með Grenndargralinu – myndum sem teknar eru á Íslandi. Myndirnar sýna John Crook í hópi hermanna en auk þeirra eru nokkrar myndir úr fórum Leslie Londsdale-Cooper. Hann var í sömu herdeild og John Crook á meðan þeir gegndu herþjónustu í Eyjafirði.

Það er alltaf mikið ánægjuefni þegar áður óbirtar myndir sem varpa ljósi á söguna koma fram í dagsljósið. Ánægjulegast að mati Grenndargralsins er þó að eignast skannaða útgáfu af John Crook á Djúpárbakka árið 1941 í mun betri gæðum en fyrri útgáfur leyfðu. 

I have several images I’ve found of my father in Iceland two with other officers, and including a better copy of the original ‘Somewhere in Iceland.’

A fellow officer in the same Hallamshires battalion, York and Lancaster Regiment, Leslie Londsdale-Cooper also took some photographs (two rather blurred).

My family is very grateful for your research and information. Today is remembrance Sunday in Britain and we are remembering the sacrifice the Second World War generation made to fight for democracy and freedom all those years ago.

Tim Crook.

John Crook er fyrir miðju í miðjuröðinni á meðfylgjandi mynd. Hinar myndirnar sjö sem Tim Crook sendi Grenndargralinu má sjá hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó