Grein um Akureyri í bresku dagblaði

Mynd: Þóra Karlsdóttir.

Akureyri virðist heldur betur vera að slá í gegn árið 2018. Á dögunum nefndi blaðið Guardian Akureyri efst á lista yfir áhugaverða staði til þess að heimsækja á árinu. Nú hefur dagblaðið The Evening Standard birt grein um það hvers vegna það sé vel þess virði að heimsækja bæinn.

Í greininni segir að nú til dags virðist vera að allir hafi heimsótt Ísland en flestir skoði þó einungis Reykjavík og gullna hringinn. Þar er bent á að fyrir þá sem vilja upplifa eitthvað nýtt sé Akureyri rétti staðurinn til þess

Þar er bent á að breska ferðaskrifstofan Super Break sé byrjuð að fljúga beint til Akureyrar frá Bretlandi og þann 19. febrúar næstkomandi verði flug beint frá London.

„Akureyri fangar allt það sem er frábært við Reykjavík en þú sleppur við mannþröng,“ segir í greininni. „Aðeins 18 þúsund manns búa í bænum sem er eins heillandi og þú getur vonast eftir. Sem dæmi má nefna að öll umferðarljós í bænum eru hjartalaga.“

Grein The Evening Standard má lesa í heild sinni með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó