NTC

Grannaslagur í Höllinni í kvöld

dominosdeildin_stort-copy-1

Þór-Tindastóll klukkan 19:15. Íþróttahöllin á Akureyri.

Það verður mikið um dýrðir í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld þegar Þór og Tindastóll mætast í Dominos-deild karla í körfubolta. Um er að ræða fyrsta heimaleik Þórs á nýju ári.

Þessi lið hafa marga hildina háð í gegnum tíðina, nú síðast í 16-liða úrslitum Maltbikarsins í byrjun desember þar sem Þórsarar unnu sigur eftir rafmagnaðan spennuleik.

Sjá einnig: Kátt í Höllinni þegar Þórsarar slógu Tindastól úr leik

Tindastóll hefur á að skipa einu besta körfuboltaliði landsins um þessar mundir en Sauðkrækingar eru með 18 stig og sitja í 2.-3. sæti deildarinnar eftir ótrúlega dramatískt tap gegn KR í síðustu umferð.

Þórsarar eru með sex stigum minna í sjöunda sæti deildarinnar en liðið tapaði örugglega gegn toppliði Stjörnunnar í fyrsta leik ársins.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 en Höllin verður opnuð klukkan 18:30 og geta áhorfendur gætt sér á grilluðum hamborgurum áður en leikurinn hefst.

dominoskarla

Svona lítur staðan í deildinni út.

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó